Facebook pixelForsíða | Mintum

Rafmynt fest við gengi íslensku krónunnar

Mintum er í eigu Rafmyntasjóðs Íslands sem hefur hlotið skráningu sem þjónustuveitandi sýndarfjár og lýtur eftirliti Seðlabankans skv. lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

ISKT rafkrónur

eru sniðnar að þörfum nútímans og opna á ótal möguleika sem ekki voru til staðar áður. ISKT er byggt á Solana netinu.

Hraði á klukku

Eitt augnablik

Færslur taka sekúndur, ekki daga. Bið eftir að erlendar bankamillifærslur skili sér heyrir sögunni til.

Spari grís

Hverfandi kostnaður

Lág færslugjöld tryggja þér áhyggjulausa notkun. Kostnaður við hefðbundna færslu er t.d. um 4 aurar.

Öryggis skjöldur

Örugg geymsla

Ein króna er geymd í banka á móti hverju ISKT í umferð. ISKT er ávallt innleysanlegt fyrir krónur 1:1.

Svona virkar þetta

Fylgdu eftirfarandi skrefum til að nota ISKT

Skref 1

Nældu þér í Solana veski

Solana veski gerir þér kleift að taka á móti, senda og stjórna rafmyntunum þínum á Solana netinu. Veldu þér veski, og settu upp á símanum eða tölvunni þinni.

Skref 2

Fáðu ISKT

Skráðu þig inn og fáðu sent ISKT inn á veskið þitt á örfáum mínútum.

Skref 3

Kynntu þér alla möguleikana

Netforrit á Solana leyfa þér að kaupa og selja rafmyntir, lána, taka lán, stunda viðskipti með afleiður, spara með betri ávöxtun, versla með NFTs (non-fungible tokens), færa fjármuni á aðrar keðjur og margt fleira

Notar þú erlenda Rafmyntakauphöll?

Með tilkomu ISKT getur þú fært fjármagn frá íslenskum banka í erlenda rafmyntakauphöll samstundis og með lágmarks kostnaði. Allar stærstu rafmyntakauphallir heims styðja Solana netið.

Fingrafar

Innskráning

Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum á vefinn okkar.

Seðlabanki Logo

Millifærsla

Leggðu inn íslenskar krónur og fáðu ISKT sent í veskið þitt.

Seðlabanki Logo

Skipting

Notaðu swappið okkar til að skipta ISKT yfir í USDC.

Mintum swap

Kauphöllin

Sendu USDC á þína kauphöll og verslaðu þína rafmynt.

Einfaldari en heimabankinn

Það tekur sekúndur að fá rafkrónur.

video

Nánari upplýsingar

Við eigum gott safn greina um kerfið okkar, Solana bálkakeðjuna, swappið og fleiri tengd málefni.

Mintum Kerfið

Kerfið

Þú notar mintum.is til að skipta krónum yfir í rafkrónur. Við höfum tekið saman stuttar greinar um notkun kerfisins.

Solana networkið

Solana

Solana er dreifistýrð bálkakeðja. Meginmarkmið bálkakeðjunnar er að ná fram hraða og halda færslukostnaði í lágmarki.

Swappið á mintum.is

Swappið

Swappið okkar finnur fyrir þig besta verðið fyrirhafnarlaust. Þú geymir rafmyntirnar sjálfur í þínu veski.

Eins öruggt og hugsast getur

Allar innskráningar fara í gegnum rafræn skilríki Auðkennis. Auk þess geta notendur valið fjórar mismunandi fjölþátta auðkenningar, allt frá textaskilaboðum til öryggislykla.

Öryggis

Gagnsæi og áreiðanleiki

Rafmyntasjóður Íslands hefur hlotið skráningu sem þjónustuveitandi sýndarfjár og lútir eftirliti Seðlabanka Íslands skv. lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Félagið leggur allt kapp á gagnsæi og áreiðanleika en löggiltir endurskoðendur staðfesta að innistæða bankareikninga standi undir öllum rafkrónum á markað hverju sinni.

Löggiltir endurskoðendur

Spurt og svarað

Rafkrónur (ISKT) er sýndarfé útgefið af Rafmyntasjóði Íslands. ISKT er fastgengismynt (e. stablecoin), bundin við ISK á genginu 1:1. Fyrir hverja rafkrónu (ISKT) í umferð er ein króna (ISK) í eignasafni Rafmyntasjóðs Íslands.

Löggiltir endurskoðendur ganga úr skugga um og votta að eignasafn Rafmyntasjóðs Íslands standi undir öllum rafkrónum í umferð.

Með ISKT geta íslenskir notendur fært krónur yfir í sýndarfé á svipstundu og með lágmarksþóknun.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.